Toyota með 16,4% hlutdeild í nýskráningum

Það sem af er þessu áru eru nýskráningar orðnar samtals 6.562 sem er um 30,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutdeild Toyota er um 16,4% en alls hafa 1.074 Toyota bifreiðar verið nýskráðar.

Kia á 10% í nýskráningunum en alls hafa 658 nýir Kia bílar selst það sem af er árinu. Nýskráningar Hyundai bifreiða eru 524, Tesla er í fjórða sætinu með 516 bíla og Volkswagen 516 í fimmta sætinu.

Bensín bílar eru 25,7% af nýskráningum. 21,8% dísil, 20.9% rafbílar, Hybrid 13,7%, tengiltvinn 17,4% og metan 0,5%