Toyota rifar seglin í Japan
Reuters fréttastofan greinir frá því að Toyota Motor Corp ætli að draga úr ársframleiðslunni í heimalandinu Japan um 10 prósent niður í 3,1 milljón bíla frá og með 2014. Niðurskurðurinn er þegar hafinn. Ekki er ætlunin að segja upp fólki í stórum stíl, heldur einungis ráða ekki nýtt fólk í stað þeirra sem láta af störfum.
Áður en fjármálakreppan sem heimurinn er enn að bíta úr nálinni með, skall á, framleiddi Toyota árlega 3,9 milljónir bíla í Japan. Erfiðleikar bílaframleiðslunnar í Japan nú eru ekki síst vegna þess hve gengi japanska yensins er hátt. Framleiðslan flyst því úr landi til ríkja sem búa við annað og lægra verðlag.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

