Toyota setur markið hátt í umhverfismálum

The image “http://www.fib.is/myndir/ToyotaAygo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Toyotalogo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Toyota bílaframleiðslurisinn hefur undanfarin ár sett sér fimm ára markmið í umhverfismálum. Markmiðin fela m.a. í sér að draga stöðugt úr hverskonar úrgangi og vatnsnotkun í framleiðslunni. Í núverandi fimm ára umhverfisáætlun Toyota frá 2003 er gert ráð fyrir að minnka ónýtanlegan úrgang um 95 prósent eða niður í aðeins 74 tonn á ári.
Í þeirri umhverfisáætlun sem fyrirtækið vann eftir fram til 2003 voru markmiðin svipuð og náðist þá að bæta svo mjög nýtingu hráefna og orku að ónýtanlegur úrgangur hjá þessu einu stærsta bílaframleiðslufyrirtæki veraldar minnkaði um níu tíundu og fór niður í 1.120 tonn á ári árið 2003. En samkvæmt þeirri áætlun sem nú er unnið eftir á að koma úrganginum niður í aðeins 74 tonn sem þykir með talsverðum ólíkindum. Ekkert bendir þó til annars en markmiðið náist. Í það minnsta hefur Toyota þegar náð því markmiði sínu sem stefnt var að næðist 2008, að koma vatnsnotkun á hvern framleiddan bíl niður í 4,4 rúmmetra – og gott betur. Núverandi vatnsnotkun á hvern bíl er í dag aðeins 3,8 rúmmetrar. Vatnsnotkunin í öllum sex verksmiðjum Toyota er samtals 2.605 rúmmetrar.
Umhverfisstefna Toyota undanfarin ár hefur sömuleiðis leitt til miklu betri nýtingar orku í framleiðslunni og hefur lækkað orkureikning Toyota um 1.403.000 evrur og vatnsreikninginn um 442.860 evrur.