Toyota Yaris hybrid bíll ársins í Evrópu 2021

Lágt kolefnisspor, vel útfærð hybrid tækni og gott verð varð skipti sköpum í niðurstöðu dómnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að Toyota Yaris yrði fyrir valinu á bíl ársins í Evrópu 2021. Dómnefndin var skipuð 59 blaðamönnum á vettvangi farartækja í Evrópu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Toyota Yaris vinnur þessi verðlaun en þegar fyrsta kynslóð bílsins kom á markað 2000 áskotnaðist þessi bíll þessi eftirsóttu verðluan. Síðan þá hafa bæst við þrjár kynslóðir þessa bifreiðategundar á markaðinn.

Toyota Yaris hefur verið í hópi söluhæstu bíla víða um heim um áraraðir. Forsvarsmenn Toyota binda miklar vonir við Toyota Yaris hybrid-bílinn en hér á ferð mjög athyglisverður bíll. Fyrstu viðbrögð í Evrópu benda strax til þess að bíllinn eigi eftir að seljast vel.

Toyota Yaris fékk 266 stig, Fiat 500 fékk 240 stig og Cupra Formentor varð í þriðja sæti með 239 stig. Citroën C4, Land Rover Defender, Skoda Octavia og Volkswagen ID.3 koma í næstu sætum.

Þess má geta að Peugeot 208 varð fyrir valinu sem bíll ársins í fyrra.