Tveir rafbílar ónýtir eftir eldsvoða

Tveir rafmagnsbílar eru ónýir eftir að eldur kom upp í þeim á athafnasvæði Samskipa í gærkvöldi. Þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á staðin var annar bíllinn alelda en eldur hafði læst sig í bíl við hliðina. Báðir bílarnir voru í hleðslu þegar eldurinn kom upp. Um tíma var hætta á að eldurinn bærist í þriðja bílinn og smáhýsi en slökkviliðinu tókst að afstýra því.

Slökkvistarf tók rúma klukkustund og var notast við tankbíl vegna þess hve langt var í næsta brunahana.Sérstakra aðgæslu er þörf þegar upp kemur eldur í rafbílum  og felst ástæðan aðallega í rafhlöðum og byggingu bílsins. Við slökkvistarfið í byrjun er notast m.a.við léttvatn, sem er froðuvökvi, og að lokum vatn.

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn á málinu stendur yfir.

Myndin tengist ekki fréttinni beint.