Tveir stórir bílaframleiðendur sameinast

Eftir samningaviðræður, sem staðið hafa yfir í nokkra mánuði, ákváðu á endanum bílaframleiðendurnir Fiat Chrysler og Peugeot að sameina fyrirtækin tvö. Megin ástæðan fyrir samrunanum er að koma nýja fyrirtækinu inn á rétta braut sem var í raun nauðsynlegt til að standast samkeppni og lifa af þær tæknibreytingar sem heimsfaraldurinn á ekki hvað síst þátt í.

Nýja fyrirtækið kallast Stellantis og hjá því munu starfa fjögur hundruð þúsund manns. Með í sameingunni verða vörumerkin Jeep, Ram Trucks, Alfa Remero, Maserati og í það heila 14 tegundir bíla. Þetta verður fjórði stærsti bílaframleiðandi heims á eftir Toyota, Volkswagen og Renault-Nissan-Mitsubishi.

Í yfirlýsingu kemur fram að leggja eigi mikinn kraft í framleiðslu á rafbílum í framtíðinni. Bílasala almennt séð í heiminum hefur dregist mikið saman í Covid-19. Nýja fyrirtækið sér engu að síður mikil tækifæri skapast með sameingunni og segja fyrr en síðar muni þessi markaður rétta aftur úr kútnum.