Jarðgöng og lágbrú áhugaverðir kostir fyrir Sundabraut

Í skýrslu starfshóps um Sundabraut sem hefur verið skilað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eru tveir valkostir sagðir koma til greina fyrir fyrirhugaða Sundabraut. Annars vegar jarðgöng yfir í Gufunes og hins vegar lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru talin fýsilegir kostir.

Í skýrslunni eru nokkrir valkostir vegnir og metnir. Starfshópurinn fór yfir gögn um framkvæmdina og lét gera kostnaðaráætlanir og umferðarspár en útfærsla á þverun Kleppsvíkur hefur verið sérstaklega til umræðu.

Starfshópurinn fór yfir öll fyrirliggjandi gögn um framkvæmdina og lét uppfæra kostnaðaráætlanir og umferðaspár. Erfiðasti og dýrasti hluti mögulegrar Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur. Í Kleppsvík er nú umfangsmikil starfsemi Sundahafnar, sem er megingátt Íslands í vöruflutningum á sjó.

Sundabraut hefur verið til skoðunar um árabil en um er að ræða þjóðveg sem liggja mun frá Reykja­vík yfir sund­in til Kjal­ar­ness. Í skýrslunni segir jafnframt að bygging Sundabrautar hafi jafnan verið rædd sem ákjósanlegt samvinnuverkefni þar sem einkaaðilar tækju að sér fjármögnun framkvæmda.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.