Tvö olíufélög hækka eldsneyti

N1 hækkaði í dag verð á bensínlítra um 6 krónur og dísilolíu um 4 krónur.  Shell hækkaði bensín um 4 krónur á lítra.  Eftir hækkun er algengasta verð á bensínlítra hjá N1 í sjálfsafgreiðslu 147.40 krónur en 145.40 krónur hjá Shell.  Hjá Olís er algengasta verð ennþá 141.40 fyrir bensínlítra.  N1 hækkaði verðið á dísilolíulítra um 4 krónur og þar kostar dísilolían 169.80 krónur en hjá Shell og Olís er algengasta verð í sjálfsafgreiðslu 165.80 krónur fyrir dísilolíulítra.

 

EGO sem er undirmerki N1 hækkaði líkt og móðurfélagið og hjá þeim kostar bensín 145.80 krónur og dísilolía 168.20 krónur hver lítri.  Algengasta verð hjá Atlantsolíu og ÓB er 139.80 krónur fyrir bensínlítra og 164.20 fyrir dísillítra. Hjá Orkunni er algengasta verð 139.70 fyrir bensín og 164.10 fyrir dísilolíu.

 

Brent hráoliufatan í Evrópu hafði lækkað um 2,2% í dag og kostaði 45.40 Bandaríkjadali