Tvö þúsundasti rafbíllinn afhentur hjá BL

BL náði ánægjulegum áfanga í vikunni þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf.

Það er til marks um þann veldisvöxt sem orðið hefur í sölu rafbíla á Íslandi undanfarin misseri að það tók BL rúm fimm ár að selja fyrstu eitt þúsund rafbílana, sem var í lok nóvember 2018, en aðeins 21 mánuð að selja seinna eitt þúsundið.

Árið 2018 var tíundi hver fólksbíll sem BL seldi rafbíll en á þessu ári stefnir í að hlutfallið verði fjórði hver; um 25%. Frá 2013 hefur BL nýskráð rúm 50% allra nýskráðra rafbíla hér á landi.