Um 7% Þjóðverja ætla að fresta bílakaupum í ár

Samkvæmt yfirgripsmikilli þýskri neytenda- og markaðskönnun sem birt var í dag kemur fram að kórónuveirufaraldurinn ætlar breyta neysluformi þýskra neytenda á næstu tólf mánuðunum. Fram að kemur að 7% sem tóku þátt í könnunni ætla að fresta bílakaupum sem óformuð voru á þessu ári.

Þátttkendur í þessari markaðs- og neytendakönnun segja að kórónufaraldurinn hafi með einum eða öðrum hætti komið niður á fjárhagnum og því þurfi að stokka spilinn upp á nýtt, breyta áherslum tímabundið. Þátttakendur bera þá von í brjósti að efnahagur landsmanna rétti úr kútnun hægt og bítandi og landsmenn almennt sjái fram á betri tíma.

Fyrstu fjóra mánuði ársins drógst bílasala minnst saman í Þýskalandi miðað við önnur Evrópulönd. Samt sem áður drógst bílasala í Þýskalandi saman um tæp 38%. Í öðrum löndum drógst bílasala sum staðar um 90%.