Um 80% þeirra sem leigðu sér bílaleigubíl árið 2016 lögðu leið sína að Geysi og Gullfossi

Í skýrslu um Akstur og öryggi erlendra ferðamanna 2016 og birt er á heimasíðu Vegagerðarinnar Í könnunni koma fram margar áhugaverðar niðurstöður og er í því sambandi áhugavert að skoða heildarakstur erlendra gesta á bílaleigubílum árið 2016 búsetu/ markaðssvæðum.

Niðurstaðan er sú að gestir frá Norður-Ameríku óku mest eða um 128 milljónir km, 24% af heildinni. Síðan komu ferðamenn frá Suður-Evrópu, utan helstu markaðssvæða og Mið-Evrópubúar með 79-87 milljónir km eða 15-16% hlutfall hver hópur.

Þá komu ferðamenn frá Asíu og Bretlandi með 45-49 milljónir km og 8-9% hlutfall hvor hópur en ferðamenn frá Norðurlöndunum og BeNeLux löndunum óku styst eða um 33 miljónir km alls og um 2% hvor hópur.

Um 80% þeirra sem leigðu sér bílaleigubíl á Íslandi árið 2016 lögðu leið sína að Geysi og Gullfossi (alls um 245 þúsund bílaleigubílar) og um 70% að Þingvöllum. Gullni hringurinn er nálægt því að vera um 250 km en oft fara ferðamenn nokkru lengri hring, s.s. að Flúðum (Gamla Laugin) eða annað.

Ef gert er ráð fyrir því að þeir sem fóru Gullna hringinn eða stærstan hluta hans hafi að jafnaði ekið um 300 km í tengslum við það má lauslega áætla heildarakstur á bilinu 70-80 milljónir km árið 2016. Það gera 13-15% af heildarakstri erlendra ferðamanna á bílaleigubílum ári 2016.

Ef miðað er við 8 lítra meðaleyðslu bílanna á hverja 100 km og eldsneytisverð að jafnaði 200 kr á lítra má lauslega slá á að eldsneytisútgjöld erlendra ferðamana vegna aksturs á bílaleigubílum um Gullna hringinn og nágrenni árið 2016 hafi numið 1,1-1,3 milljörðum króna.

Í könnuninni 2016 var spurt um 10 þætti varðandi íslenska vegakerfið og umferðarmenningu á Íslandi, hvort þeir væru betri, eins eða verri en fólk hafið vænst. Á bilinu 50-68% töldu ástand þáttanna eins og þeir bjuggust við. Mun fleiri töldu ástandið betra en þeir bjuggust við (18-41%) heldur en verra (6-16%).