Umferð eykst á Hringvegi á milli mánaða

Umferðin, yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar, á Hringveginum jókst um 4,6% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er viðsnúningur frá mars mánuði þs sem mældist 1,6% samdráttur yfir sömu mælisnið. Meðalumferðaraukning í apríl mánuði er um 3,4%, frá árinu 2005, svo núverandi aukning er 1,2 prósentustigum yfir meðaltali að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Mest jókst umferðin yfir mælisnið á Norðurlandi eða rúmlega 24% en 1,1% samdráttur varð í umferð yfir mælisnið á og við höfuðborgarsvæðið.

Af einstaka mælisniðum reyndist mesta aukningin vera yfir mælisnið á Mývatnsöræfum eða 46,7%. Þó þetta kunni að hljóma mikið þá ber að geta þess að um þetta mælisnið fer einungis um 0,9% af heildarumferðar um mælisniðin 16.

    Samantektartafla nr. 3
    2025/2024 2024/2023
    Milli apríl mánaða Uppsafnað frá áramótum Milli apríl mánaða Uppsafnað frá áramótum
   
   
   
Landssvæði
Suðurland   5,5% -1,0% 3,8% 11,5%
Höfuðborgarsvæðið -1,1% 0,3% 8,3% 7,5%
Vesturland   12,0% 4,6% -7,6% 2,6%
Norðurland   24,2% 8,9% -17,0% -0,3%
Austurland   18,2% 5,2% -10,7% 1,9%
Samtals (vegið) 4,6% 1,5% 1,8% 6,6%

 

Nú hefur umferð aukist um 1,5%, frá áramótum, miðað við sama tíma á síðasta ári. Þetta er mun minni aukning (rúmlega fjórum sinnum minni) en á sama tíma á síðasta ári. Mest hefur umferð aukist um Norðurland en minniháttar samdráttur mælist um Suðurland, það sem af er ári.

Umferð eftir vikudögum

Frá áramótum er mest ekið á föstudögum en minnst á laugardögum. Mest hefur umferð aukist mánudögum en lítilháttar samdráttur mælist í umferð, í miðri viku, eða á miðviku- og fimmtudögum.

Nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir af árinu 2025, stefnir í að umferð þetta árið geti aukist um 5% borið saman við árið 2024. Búist er við mestri aukningu um Norður- og Austurland en minnstri aukningu á og við höfuðborgarsvæðið. Athygli er vakin á því að þegar umferðartölur fyrir mars og apríl eru skoðaðar, verður að hafa í huga staðsetningu páska.