Umferðaröryggið mest í Noregi – Ísland í fimmta sæti

Noregur er í efsta sæti hvað umferðaröryggi varðar af því fram kemur í könnun sem ástralska fyrirtækið Zutobi tók saman. Fyrirtækið rannsakaði umferðaröryggi og tók saman tölur um umferðarslys í um 50 löndum um allan heim. Í greiningu þeirra eru teknar saman ýmsir þættir eins og leyfilegum hámarkshraði, notkun öryggisbelta og áfengisnotkun undir stýri. Hvert land fær einkunn á kvarðanum 1 upp í 10. Ísland lendir í fimmta sæti hvað umferðaröyggi við kemur í könnuninni.

Þegar tölfræðin er tekin saman er Noregur efst með 8,21 af 10 mögulegum og er það land í heimunum þar sem líkurnar á að lenda í umferðarslysi eru hvað minnstar. Japan er í öðru sæti með 7,89, Svíþjóð í þriðja sæti með 7,87. Eistland kemur þar á eftir með 7,84 stig og Ísland í fimmta sætinu með 7,81.

Bílbeltanotkun er mest í Japan, 98%, og þar á eftir í Eistlandi þar sem hún er 97,3%. Á Íslandi er bílbeltanotkunin 93% í umræddri könnun. Í Noregi eru fæst dauðsföll, 2,7 á hverja 100 þúsund íbúa, og í Svíþjóð 2,8% og á Íslandi 6,% á hverja 100 þúsund íbúa. Í S-Afríku verða 14.507 dauðsföll í umferðinni á hverju ári og kemur áfengi þar í landi við sögu í 57,5 ​​prósent slysa.

Tæland er það land sem er með flest banaslys og slys í umferðinni sem stafar af háum hraðatakmörkunum í þéttbýli, lélegu viðhaldi á vegakerfinu, lítillli notkun bílbelta og hátt hlutfall ökumanna sem aka undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna.

Neðst á kvarðanum er Suður-Afríka, sem hefur 14.507 dauðsföll í umferðinni á hverju ári, sem samsvarar 25,9 á hverja 100.000. Notkun áfengis þar undir stýri kemur við sögu í 57,5 ​​prósent slysa.

Fram kemur að Bandaríkin, Indland og Argentína eiga töluvert langt í land varðandi umferðaröryggi. Bandaríkin skora einungis 5,09 í könnuninni.

Mikil munur er á forgangsröðun í umferðaröryggi í löndunum sem tóku þátt í könnuninni. Hún sýnir ennfremur að þú ert 23 sinnum líklegri til að lenda í slysi ef þú notar símann undir stýri.