Umferðarslysum hefur fækkað

Alvarlegum umferðarslysum fer fækkandi þegar tölur frá Samgöngustofu um fjölda umferðarslysa fyrstu tíu mánuði ársins eru skoðaðar. Yfir umrætt tímabil kemur fram að í heild fækkar alvarlega slösuðum og látnum úr 204 í 157 sem er rúmlega 20% fækkun á milli ára.

Tölur sýna færri umferðarslys á meðal ungmenna og erlendra ferðamanna. Banaslysum er einnig að fækka en alls hafa 14 manns látið lífið í bílslysi það sem af er ári en voru 18 manns í fyrra.

Fram kemur í viðtali við Þórhildi Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu í Morgunblaðinu, að ýmislegt geta legið að baki. Hún telji þó að fræðsla og forvarnir meðal ungs fólks eigi þátt í fækkuninni. Þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna til landsins hefur fjöldi slysa í þeim hópi dregist örlítið saman.

Á sama tíma og alvarlegum slysum í umferðinni fækkar fjölgar hjólreiðaslysum. Þrátt fyrir að tölur fyrir árið 2017 líti enn vel út bendir samt allt til að áframhaldandi fjölgunar hjólareiðaslysa.

Frá árinu 2005 hefur hjólareiðaslysum fjölgað fimmfalt. Árið 2005 voru hjólreiðaslys tæplega 30 en í ár er áætlað að þau verði um 150. Fjölgunina megi rekja til vaxandi vinsælda hjólreiða.