Umferðin 2% minni en í sömu viku fyrir ári síðan

Umferðin í síðustu viku reyndist einungis tveimur prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Þannig dregur verulega úr samdrætti milli ára og virðist því sem umsvifin í þjóðfélaginu séu að verða svipuð og áður þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir og fáa ferðamenn. Sé tekið mið af því hversu mikið er ekið af því kemur fram í tölum frá Vegagerðinni

Í fjórðu viku, innan ársins, reyndist umferðin yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 2% minni en í sömu vikum á síðasta ári.

Tilhneigingin, frá því í lok síðasta árs hefur verið sú að neikvæður mismunur á umferð milli ára sé sífellt að verða minni, frá því að þriðja bylgja hófst og það hittist þannig á að í síðustu viku dróst umferð einungis saman í mælisniði á Hafnarfjarðarvegi.

Breyting á milli ára í viku 4 eftir mælisniðum:

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk      -8,8%
Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi   +1,4%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku      +0,5%