Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í sögulegu lágmarki

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl var 28 prósentum minni en í apríl í fyrra og hefur aldrei mælst svo mikill samdráttur á svæðinu. Þetta er þó heldur minna en samdrátturinn var á Hringveginum í sama mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Umferðin í nýliðinni viku reyndist 21 prósenti minni en sömu viku fyrir ári. Þó fóru heldur fleiri bílar um mælisniðin en í síðustu viku þótt væru fimmtungi færri en í sömu viku fyrir ári.

Umferðin drógst saman um 27,7% í apríl

Umferðin í þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 27,7% í nýliðnum apríl borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Þetta er heldur minni samdráttur en varð á Hringveginum í apríl en engu að síður gríðarlega mikill því aldrei áður hefur umferðin á höfuðborgarsvæðínu í umræddum mælisniðum dregist svona mikið saman.

Stærsti samdráttur, sem mælst hefur, var í mars sl eða 20,7% samdráttur en þar áður hafði mesti samdráttur mælst 9,1%, í apríl 2009. Svona tölur hafa því aldrei áður sést í gögnum Vegagerðarinnar, frá því að þessi samantekt hófst.

Mest dróst umferðin saman um Hafnarfjarðarveg eða um 37,4% en minnst um mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg eða um 23,0%.