Umhverfismilt bílval

Með því að velja sem umhverfismildastan bíl getur fólk sparað allnokkuð í bifreiðaútgerð sinni, því að sparneytni á eldsneytið og umhverfismildi bíla eru þættir sem oftast fara saman þegar í hlut eiga nýir og nýlegir bílar.

Bílatímaritið BilNorge í Noregi hefur nú opnað tengil á heimasíðu sinni þar sem hægt er að velja eftir tegundum, gerðum og vélargerðum og kalla fram upplýsingar um það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi.

Upplýsingarnar ná til allra bíla á norska nýbílamarkaðinum frá og með janúar 2010. Þær koma úr gagnabanka upplýsingadeildar norsku vegagerðarinnar. Þær eru eftirfarandi:

  • Eldsneytiseyðsla pr. 100 km (10 mil)
  • CO2-útblástur
  • Útblástursflokkur (Euro-flokkun)
  • Er öragnasía staðalbúnaður? (Dísilbílar).