Umræður um bætur á byrjunarstigi

Þýsku Volkswagen bílaverksmiðjurnar hafa hafið viðræður við þýsku neytendasamtökin vegna hugbúnaðar sem gaf rangar upplýsingar um mengandi útblástur frá bílum þýska framleiðandans. Upp komst um svikin 2015. Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum.

Samningaviðræður Volkswagen og þýsku neytendasamtakanna eru á frumstigi. Að sögn fréttaskýrenda ríkir alger óvissa um hvaða stefnu þessar viðræður taki og hvort þær leiði til uppgjörs þegar upp verður staðið. Báðir aðilar eru sammála um að viðræðurnar í byrjun verði trúnaðarmál og engar yfirlýsingar verði sendar út á næstunni.

Félag  þýskra  bifreiðaeigenda  (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.

Volkswagen bílasmiðjurnar hafa viðurkennt að svika-hugbúnaðurinn hafi verið settur í ellefu milljónir dísilbíla sem seldir voru um allan heim. Fyrirtækið hefur þegar þurft að greiða þrjátíu milljarða evra í bætur, sektir og málskostnað vegna málsins.