Umtalsverð eldsneytislækkun

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg

Atlantsolía reið á vaðið nú í morgun og lækkaði eldsneytisverð á stöðvum sínum. Hin félögin fetuðu siðan sömu slóð og lækkuðu verð hjá sér. Lækkunin á bensínverði er yfirleitt hátt í átta krónur á lítrann og munar vissulega um minna.

Hjá Atlantsolíu kostar nú bensínlítrinn eftir lækkunina í morgun kr. 157,20 en var á 165,10. Athygli vekur að hjá Atlantsolíu og sjálfsafgreiðslustöðvum hinna olíufélaganna, það er að segja Orkunni, EGO og ÓB er bensínverðið nú þegar þetta er skrifað, nákvæmlega hið sama – kr.157,20. Fyrir lækkunina nú fyrir stundu kostaði bensínið kr. 165,10 hjá „ódýru“ félögunum, nema hjá Orkunni. Þar var verðið kr. 165 sléttar.

Fyrir lækkun kostaði dísilolían 184,80 tll 184,90 hjá sjálfsafgreiðslufélögunum. Eftir lækkunina  er verð olíulítrans hjá Orkunni kr. 176,80, hjá Atlantsolíu kostar hann kr. 176,90, hjá EGO kr. 177 og hjá ÓB kr. 177,10