Undir þremur á hundraðið

Árleg Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram í gær. Aldrei áður í fimm ára sögu þessarar keppni hefur náðst jafn góður árangur og jafn langt verið komist á hverjum eldsneytislítra en nú. Þannig náðu tveir keppenda þeim einstæða árangri að komast hundrað kílómetrana á minna en þremur lítrum eldsneytis.

http://www.fib.is/myndir/Sparakhopur.jpg
Flestir þátttakenda í sparaksturskeppni FÍB og Atlants-
olíu í gær. Á efstu myndinni er Margeir K. Eiríksson sem
lengst náði á lítranum í keppninni að þessu sinni.
http://www.fib.is/myndir/Toyotahopur.jpg
Toyota tefldi fram harðsnúnu liði. Á myndina vantar
þó einn besta sparakstursmann keppninnar; Sigurrós 
Pétursdóttur

Keppnin nú var fyrst og fremst keppni atvinnumanna á nýjustu gerðum bíla sem hér eru á markaði. 15 ökumenn á jafnmörgum bílum frá bílaumboðunum kepptu að þessu sinni og sá sem lengst komst á hverjum eldsneytislítra var Margeir K. Eiríksson á Volkswagen Polo 1,6 TDI dísilbíl árgerð 2010. Bíllinn hjá Margeiri eyddi einungis 2,93 lítrum af eldsneyti miðað við 100 km.

Næst minnstu eyddi Skoda Octavia 1,9 TDI dísilbíll Friðriks Þórs Halldórssonar af árgerð 2009.  Keppnisaðstæður voru ágætar í gær, sólskin og hlýviðri. Nokkur meðvindur var á fyrsta hluta keppnisleiðarinnar en mótvindur að sama skapi á síðasta hluta hennar. 

Keppnisleiðin var sú sama og undanfarin ár. Hún liggur frá Reykjavík, austur yfir Mosfellsheiði, suður Grafning að Nesjavöllum og Írafossi og þaðan að Selfossi þar sem tímataka fór fram. Frá Selfossi var svo ekið framhjá Eyrarbakka og um Þrengsli til Reykjavíkur. Vegalengdin er 143,2 km.

Úrslitin má lesa hér fyrir neðan.

http://www.fib.is/myndir/Sparak-2010-urslit.jpg