Ungir karlar valda flestum dauðaslysum í Danmörku

The image “http://www.fib.is/myndir/Beyglur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ungir ökumenn á aldrinum 18 til 24 ára valda þriðjungi dauðaslysa í umferðinni í Danmörku. Þetta segir Extra Bladet í dag og hefur það eftir René la Cour Sell, framkvæmdastjóra danska umferðarráðsins.
Samkvæmt rannsóknum sem ráðið hefur gert eru yngstu ökumennirnir hættulegastir en skána með hækkandi aldri og vaxandi reynslu. Rannsóknirnar sýna einnig að manndrápsökumenn úr hópi yngstu ökumannanna eru ófaglærðir verkamenn og/eða í verknámi og gjarnan af erlendum uppruna.
Refsingar fyrir umferðarbrot, stór sem smá, hafa verið hertar í Danmörku og fyrir að verða mannsbani hafa dómar þyngst umtalsvert. René la Cour Sell segir að það hafi borið árangur en harðari refsingar einar sér dugi ekki til. Dagblaðið B.T. gerir að umtalsvefni í leiðara í dag, óvenju gróf umferðarbrot sem kostað hafa þrjá lífið í þessari viku. Blaðið segir óþolandi að ökumenn sem hafi svipt fólk lífi skuli ekki fangelsaður strax og dæmdir heldur fái að ganga lausir strax eftir skýrslutöku. Það sé eðlileg krafa að á málum þeirra sé tekið undireins og að tekið sé á þeim af festu.
Það sem af er júlímánuði hafa 19 látið lífið í umferðinni í Danmörku. Alls hafa 180 látist í umferðarslysum á árinu. Í fyrra létust alls 369 í umferðinni í Danmörku.
The image “http://www.fib.is/myndir/Slys2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Á slysstað á dönskum vegi.