Vanrækslugjöld jukust verulega

Tekjur vegna vanrækslu þess að færa ökutæki til lögboðinnar skoðunar jukust allverulega árið 2018 borið saman við fyrra ár og námu tekjurnar alls 423 milljónum kr. Hlutfallslega jukust tekjurnar um 26,3% á milli ára eða ríflega 88 milljónir kr. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2019.

Hækkunin kemur þrátt fyrir að færri hafi vanrækt að mæta í ástandsskoðun á réttum tíma. Sektargreiðslan lækkar sé komið með bifreið í lögboðna skoðun innan mánaðar frá álagningu vanrækslugjalds.

Er því líklegt að margir sem hlutu sekt hafi brugðist hratt við og drifið sig í ástandsskoðun.