Vara við hálku og krapa á fjallvegum
Seint í nótt kólnar talsvert með suðvestan átt. Í nótt mun snjóa á fjallvegi eins og á Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Öxnadalsheiði.
Suðvestan 8-15 m/s og slyddu eða -snjóél, einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði. Lítið skyggni í éljum, jafnvel krapi og hálkublettir og því æskilegt að bílar séu búnir til vetraraksturs.
Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að á morgun sé spáð slydduhryðjum um vestanvert landið og það verður hvasst að auki. Við þessar aðstæður muni verða krapi á fjallvegum og sum staðar hálka. Það muni einkum eiga við þjóðveginn norður í land og eins vestur á firði.