Vara við hálku og krapa á fjallvegum

Seint í nótt kóln­ar tals­vert með suðvest­an átt. Í nótt mun snjóa á fjall­vegi eins og á Hell­is­heiði, Holta­vörðuheiði, Stein­gríms­fjarðar­heiði og Öxna­dals­heiði.

Suðvestan 8-15 m/s og slyddu eða -snjóél, einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði. Lítið skyggni í éljum, jafnvel krapi og hálkublettir og því æskilegt að bílar séu búnir til vetraraksturs.

Í til­kynn­ingu frá veður­fræðingi Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að á morg­un sé spáð slyddu­hryðjum um vest­an­vert landið og það verður hvasst að auki. Við þess­ar aðstæður muni verða krapi á fjall­veg­um og sum staðar hálka. Það muni einkum eiga við þjóðveg­inn norður í land og eins vest­ur á firði.