Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum á Austurlandi

Þótt komið sé inn í fyrstu viku júnímánaðar er ökumönnum bent á að akstursskilyrði geta verið varhugaverð í vissum landshlutum í dag .Það er hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi og þar er gul viðvörun í gildi. Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum.

Ökumenn, sem voru á ferð á Mývatnsöræfum snemma í morgun, vildu koma því á framfæri að ekki sé auðvelt að vera á sumardekkjum þegar þeir fóru þar um. Ökumönnum er bent á að aka eftir aðstæðum og fara varlega.

Í viðvörumn frá Veðurstofu Íslands kemur fram að búast megi við hvöss­um vind­hviðum við fjöll suðaust­an til á land­inu sem geta verið var­huga­verðar öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind. Gul viðvör­un hef­ur verið í gildi frá því klukk­an 4 í nótt á Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi. Viðvör­un­in gild­ir til klukk­an 20 í kvöld.