Vegagerðinni borist tilkynningar um tjón á 108 bílum

Vegna blæðinga á klæðingu þjóðveginum á vegakaflanum frá Borgarnesi að Öxnadalsheiði í desember sl. hefur Vegagerðinni borist tilkynningar um tjón á 108 bílum. Áætlaður kostnaður Vegargerðinnar er um níu milljónir en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Vegagerðin bætir tjón og þrif sem bílarnir urðu fyrir.

Þetta eru einu hæstu tjónabætur sem Vegagerðin stendur frammi fyrir. Í samtali við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, á mbl.is námu heildartjónabætur á fimm ára tímabili tímibili, árin 2016-2020, fram að bæðingum í desember um 20 milljónum króna.

G. Pét­ur seg­ir að menn standi á gati varðandi það hvað hægt sé að gera til að tak­ast á við blæðing­ar. Bend­ir hann á að sam­bæri­leg til­vik hafi komið upp í Svíþjóð og þar standi til að fara í rann­sókn­ar­vinnu við það að skýra hvers vegna þetta ger­ist.

Hann seg­ir að hafi komið upp umræða um að setja upp þun­ga­tak­mark­an­ir og um leið að er því velt upp að grípa til lok­ana á veg­um

 „Að sumri til er hægt að sanda til að draga úr blæðing­um. En í þessu til­viki fer blæðing­in upp líkt og úr nál­ar­auga og það er erfitt að átta sig á upp­tök­um henn­ar. Svo draga vöru­bíl­arn­ir sér­stak­lega þetta upp og kasta af sér ann­ars staðar. Þá færðu harðan kögg­ul sem er búin að draga í sig sand og annað,“ seg­ir G. Pét­ur í samtali við mbl.is.