Vegatollurinn verður hár
Miðað við tekjuáform samgöngusáttmálans af vegatollum á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að þær verði 120 krónur af hverri ferð. En það er ekki allur vegatollurinn, því þetta er upphæðin sem á að fara til þessa að bæta samgöngur.
Ofan á leggst því stofnkostnaður við innheimtukerfið, rekstarkostnaður, innheimtukostnaður og virðisaukaskattur. Varlega áætlað þarf því að borga um 200 krónur fyrir að keyra inn á hvert gjaldtökusvæði.
Bílferð dagsins til og frá vinnu, skutla börnum, fara í verslun, heimsækja ættingja og kíkja í leikhús getur þannig hæglega endað í þúsundum króna.