Vegtollar meingölluð innheimtuaðferð

„Það er ekk­ert laun­unga­mál að við telj­um vegtolla vera meingallaða inn­heimtuaðferð og við rök­styðjum það með þess­um liðum,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf á mbl.is um viðbót­ar­um­sögn fé­lags­ins við sam­göngu­áætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Runólfur segir að þarna sé verið að koma með hug­mynd­ir um inn­heimtuaðferðir sem fyr­ir lítið sam­fé­lag eru bara allt of dýr­ar og útheimta allt of mikla fjár­muni,“ seg­ir Run­ólf­ur og vís­ar til alþjóðlegr­ar KPMG-skýrslu þar sem talið er að inn­heimtu­kostnaður sé að lág­marki 15%.

„Þarna erum við að tala um margra millj­óna sam­fé­lög og meðaltalið er ein­hvers staðar um 25 til 30%. Það er bara inn­heimtu­hlut­fall, ofan á vegtoll­inn leggst síðan 11% virðis­auka­skatt­ur. Þetta eru bara stór­auk­in út­gjöld sem bein­ast fyrst og fremst að ákveðnum hluta lands­ins þar sem flest­ir búa, það skap­ar ákveðinn ójöfnuð,“ út­skýr­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Umfjöllunina um málið má lesa nánar hér á mbl.is