Verðkönnun á rafgeymum og perum

FÍB hefur kannað verð á annarsvegum rafgeymum í fólksbíla og hins vegar á algengustu aðalljósaperum í fólksbíla; annarsvegar H4 perum og hins vegar H7 perum.

Viðmiðunarstærð rafgeymanna var 60 Amperstundir sem er algengasta stærð geyma í fólksbílum. Sumir geymanna í könnuninni voru ýmist lítilsháttar stærri eða minni, en lesa má stærð þeirra í svigum aftan við tegundarnöfn geymanna í könnuninni.

Rafgeymarnir reyndust ódýrastir í byggingavöruversluninni Bauhaus. Þar kostaði 62 amperstunda (Ah) geymir af Exide gerð 14.995 kr. Næst ódýrust var Rafgeymasalan. Þar kostaði 60 Ah geymir af Berga gerð kr. 19,484. 

Ódýrasta H4 ljósaperan í könnuninni kostar kr. 610 og sú dýrasta H4 peran er á kr. 1.416.-. Verðmunurinn er 232 prósent.

Ódýrasta H7 ljósaperan kostar kr. 889 hjá AB varahlutum. Sú dýrasta kostar 2.475 og fæst hjá Öskju. Verðmunurinn er 278 prósent.


Verðkönnun FÍB á rafgeymum og perum smelltu hér