65% verðmunur á umfelgun

 

Nú er farinn í hönd sá tími árs þegar bifreiðaeigendur fara að huga að dekkjaskiptum. Þann 15. apríl gekk hinn formlegi sumardekkjatími í garð.  Ólöglegt er að aka á nagladekkjum eftir 15. apríl en ekkert er gert í því ef enn er vetrarfærð. Samkvæmt lögum ber ökumaður ábyrgð á því að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni, óháð árstíðum. 

Miðvikudaginn 19. apríl kannaði FÍB verð á umfelgun hjá nokkrum dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni á þessu vori.

Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á þessari þjónustu en ekkert mat var lagt á gæði þjónustunnar og mismunandi þjónustustig. Einvörðungu var miðað við umfelgun á álfelgum enda má gera ráð fyrir því eftir lauslega athugun að álfelgur séu undir um 2/3 hlutum fólksbíla hér á landi.

Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum.

Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og FÍB-afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið fram að sum fyrirtækin í könnuninni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp. Miðað var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með dekkjastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla. 

Lægsta verðið reyndist vera hjá Dekkjahúsinu í Kópavogi kr. 5.990. (Sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er um 65%.