Verndandi vegir

FÍB gengst fyrir morgunfundi 9. apríl nk. um vegi sem verja líf og heilsu vegfarenda ef slys eða óhapp verður. Ásamt FÍB standa að fundinum innanríkisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Vegagerðin. Fyrirlesari verður Michael G. Dreznes aðstoðarforstjóri International Road Federation. Fyrirlestur hans nefnist Forgiving Highways sem útleggja mætti verndandi vegir. Eftir fyrirlesturinn verða fyrirspurnir og umræður.

http://www.fib.is/myndir/Michael-G.-Dreznes.jpg
Michael G. Dreznes.

Fundurinn fer fram nk. þriðjudag, 9. maí í salnum Kötlu á Hótel Sögu. Þeir sem vilja sækja fundinn og hlýða á einn virtasta sérfræðing heims í málum sem varða umferðaröryggi eru hvattir til að skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið fib@fib.is. Einnig verður hægt að mæta kl. 8.30 á fundarstað og skrá sig en fundurinn hefst síðan kl. 9.00 stundvíslega. Reikna má með að fundurinn standi í tvær klst.

Michael G. Dreznes hefur undanfarin 27 ár unnið að því að hanna öruggari vegi um allan heim og er talin einn fremsti sérfræðingur veraldar í þessum efnum og hvernig gera skal vegi úr garði þannig að þeir verið sem öruggastir og verndi vegfarendur fari eitthvað úrskeiðis í akstrinum. Hann hefur verið óþreytandi við að deila þekkingu sinni og reynslu er mjög eftirsóttur og umsetinn sem fyrirlesari. Í fyrirlestrinum á Hótel Sögu á þriðjudagsmorgninum 9. apríl mun hann fjalla um hvernig tryggja má best öryggi allra vegfarenda, ökumanna, farþega sem og gangandi og hjólandi.

 Dreznes á sæti í fjölda alþjóðlegra stofnana, nefnda og ráða sem láta sig umferðaröryggi varða eins og eftirfarandi upptalning sýnir:

Co-Chairman of the Transportation Research Board (TRB) AFB20 (2) Roadside Safety Sub-Committee on International Research Activities, a member of the PIARC Road Safety Technical Committee 3.2 Design and Operation of Safer Road Infrastructure, Co-Chairman of the United Nations Road Safety Collaboration (UNRSC) Pillar 2: Safer Roads and Mobility Project Group, Co-Chairman of TASK FORCE 13 Committee on Work Zone Safety, Co-Chairman of the IRF Washington Road Safety Working Group as well as Chairman of the IRF Fellowship Educational Foundation.