Verulegur verðmunur á dekkjaskiptum

Allt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði víðsvegar á landinu þann 12.október 2009.

Kannað var verð á þjónustu á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjólbarða á 49 hjólbarðaverkstæðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabær, Húsavík, Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaupsstað, Hornafirði og á Sauðárkróki.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Sjá nánar niðurstöður eftir landssvæðum í töflu.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.