Vetnisbílar Mercedes Benz

http://www.fib.is/myndir/Vetnisb%EDll3.jpg
Vetnis-Sprinter. Myndin er tekin við vetnisstöð Skeljungs við Vesturlandsveg.

Tilraunabílum Daimler-Chryslers sem búnir eru efnarafölum og nota vetni sem eldsneyti hefur nú samtals verið ekið meira en tvær milljónir kílómetra frá því í maímánuði 2003.
Bílarnir eru alls á annað hundrað talsins og eru í daglegum tilraunaakstri á Íslandi og víðar I Evrópu, Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og Kína. Þær gerðir sem um ræðir eru Benz A smábílar - alls 60, Citaro strætisvagnar eins og hér eru, en þeir eru 36 í allt, og loks 36 Sprinter sendibílar.

Sá sem stjórnar þessum vetnisaksturstilraunum hjá Daimler-Chrysler heitir Dr. Herbert Kohler. Motormagasinet í Danmörku hefur eftir honum að ekki sé að vænta neins þessara bíla með vetnis-aflbúnaði í almenna sölu fyrr en í allra fyrsta lagi upp úr árinu 2015.