Virðisaukaskattsívilnun á rafmagnsbílum í gildi út næsta ár óháð fjölda

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Í ákvæði til bráðabirgðaílögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Ívilnunin gildir út árið 2023 eða þar til 20.000 bifreiða fjöldamörkum er náð.

Í frumvarpinu kemur fram að þegar litið er til talna um fjölda innfluttra rafmagnsbifreiða á síðustu mánuðum má leiða að því líkur að gildandi fjöldamörkum rafmagnsbifreiða verði náð nálægt miðju ári 2023. Er lagt til, til að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, að fjöldatakmörkin verði felld niður þannig að virðisaukaskattsívilnun samkvæmt ákvæðinu gildi út árið 2023 óháð fjölda bifreiða sem hennar njóta.

 ,,FÍB fagnar því að ráðherra hafi látið undan þrýstingi og gefið aðeins aukið svigrúm varðandi orkuskipti í samgöngum. Væntanlega verða næstu skref skoðuð þegar þessum áfanga verður náð eftir rúmt ár,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Í viðtali við Morgunblaðið segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, mjög jákvætt að lagt sé upp með að ívilnanirnar verði út árið 2023. Þetta muni gera það að verkum að sala á rafbílunum haldi áfram að aukast.

María Jóna segir mikla eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári.

Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að hlutdeild þeirra í innflutningi fólksbifreiða haldi þrátt fyrir það áfram að aukastánæsta ári, bæði hjá heimilum landsins, bílaleigum og öðrum fyrirtækjum, má áætla að tekjutap ríkisins vegna brottfellingar á 20.000 bíla fjöldamörkum gæti numið 3,8 milljörðum kr.