Volkswagen að yfirtaka MAN

Fréttavefur Reuters greinir frá því að sjórnendur Volkswagen muni leggja fram yfirtökutilboð í MAN vörubílaverksmiðjurnar. Með yfirtöku verði staða VW sterkari í samkeppninni við Daimler (Mercedes Benz) um vörubílamarkaðinn.

Volkswagen, sem er stærsti bílaframleiðandinn í Evrópu og meðal þeirra stærstu í heiminum hefur aukið hlut sinn í MAN og á nú meir en 30% hlutabréfanna í fyrirtækinu. Samkvæmt þýskum lögum ber þeim sem á yfir 30% í fyrirtæki skylda til að gera öðrum hluthöfum þess yfirtökutilboð.

Samkvæmt fréttinni mun VW bjóða handhöfum almennra hlutabréfa í MAN 95 evrur á hlut  en handhöfum hlutdeildarbréfa 60 evrur á bréf.

Verð almennra hlutabréfa í Volkswagen hækkuðu um 1,2 prósent eftir að tilkynningin frá VW um hlutabréfaaukninguna birtist í morgun.