Volkswagen hefur vart undan að framleiða

Rafmagnsbílar verða æ vinsælli ef tekið er mið af eftirspurninni víða um heim. Eins og áður hefur komið fram er gríðarleg eftirspurn eftir þessum bílum í Kína og víðar í Asíu. Þar um slóðir hefur salan aldrei verið meiri og víða í Evrópu er sömu sögu að segja.

Nýi Nissan Leaf bíllinn hefur vakið mikla athygli og hefur selst gríðarleg vel um allan heim. Hér á landi er eftirspurnin töluverð og nú þegar hafa á þriðja hundrað bílar verið pantaðir.

Volkswagenverksmiðjurnar hafa ekki undan að framleiða e-Golf rafmagnsbílinn. Bíllinn er sérlega vinsæll í Evrópu og þá ekki síst á Norðurlöndunum.  Norðmenn sérstaklega hafa sýnt e-Golf mikinn áhuga en þar í landi er hann söluhæsti rafmagnsbíllinn. Í Noregi eru nú þegar vel á annað hundrað rafmagnsbílar á götunum.

Stærstu rafmagnsbílaframleiðendurnir lýsa yfir mikilli ánægju með þessa þróun og ljóst að rafmagnsbílum á bara eftir að fjölga á götunum jafnt og þétt á næstu árum. Spennandi hlutir er að gerast í rafbílavæðingunni og margir framleiðendur að koma með rafbíla sem hafa mjög góða raun-drægi, um 250-300 km.