Volkswagen og Bosch ætla að reisa rafhlöðuverksmiðjur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen og hátæknifyrirtækið Bosch hafa komist að samkomulagi um að stofna sameiginlegt verkefni fyrir lok þesss árs. Verkefnið lítur að því að reisa rafhlöðuverksmiðjur með þeim tilgangi að gera Evrópu sjálfbæra í rafhlöðuframleiðslu.

Verkefnið er ætlað að hanna rafhlöðuframleiðslukerfi og aðstoða rafhlöðuframleiðendur við að stækka og viðhalda framleiðslustöðum, segir í tilkynningu frá Volkswagen.

„Evrópa hefur nú tækifæri til að framleiða rafhlöður á heimsvísu á næstu árum,“ sagði stjórnarmaður Volkswagen, Thomas Schmall, sem ber jafnframt ábyrgð á rafhlöðuáætlunum VW.

„Við erum að vinna að því að byggja upp fullkomna, staðbundna, evrópska aðfangakeðju fyrir rafrænan hreyfanleika,“ Schmall. Fyrirtækin upplýstu ekki hversu mikið þau myndu fjárfesta í verkefninu.

European Battery Alliance (EBA) hefur sagt að þriðjungur rafhlaðna á heimsvísu gæti verið framleiddur í Evrópu fyrir árið 2030 til að draga úr ósjálfstæði á birgjum sem eru ráðandi á markaðnum, aðallega frá Suður-Kóreu og Kína.

Stærsta fyrirhugaða rafhlöðuverksmiðjan í Evrópu er Tesla's (TSLA.O), staðsett í Berlín við hlið rafbílaverksmiðjunnar og á að framleiða yfir 100 GWst af afkastagetu þegar mest er.Tesla bíður enn samþykkis yfirvalda á svæðinu til að hefja framleiðslu.

Volkswagen, sem ætlar sér að skara fram úr Tesla sem helsti rafbílaseljandi (EV), hefur tilkynnt áform um að reisa sex svokallaðar gígaverksmiðjur í Evrópu fyrir lok áratugarins með sameiginlega afkastagetu upp á 240 GWst, til að reyna að stjórna eins miklu af aðfangakeðjunni eins og hægt er.

Forstjóri Volkswagen, Herbert Diess, segir að búist væri við að rafhlöðudeildin myndi velta 20 milljörðum evra (22,7 milljörðum dala) í lok áratugarins og væri undirbúningur þegar hafinn. Volkswagen, sem í desember síðastliðnum hækkaði útgjöld sín til rafvæðingar á næstu fimm árum í 52 milljarða evra, hefur skuldbundið sig til að selja eingöngu rafbíla í Evrópu frá 2035. Fyrir Bosch mun samningurinn styrkja hlutverk þess í umskiptum í átt að rafbílum, sem fyrir marga birgja felur í sér tilvistarógn þar sem smíði rafbíls krefst færri íhluta og minni vinnu en smíði á bíl með brunahreyfli.