Volkswagen stórhuga í framleiðslu á rafbílum

Rafbílar eru í æ meira mæli að ryðja sér til rúms og leggja bílaframleiðendur allt í sölurnar í framleiðslu á þeim á næstu árum. Volkswagen hefur verið ábarendi á þessum markaði á síðustu árum og í yfirlýsingu frá þeim á dögunum ætla Þjóðverjarnir ekkert að gefa eftir á þessu sviði. Öðru nær því þýski bílaframleiðandinn er stórhuga í áætlunum sínum að auk framleiðsluna til muna.

Á næstu 10 árum voru áform um að framleiðslu á 17 milljóna rafdrifinna bíla og þóttu það engu að síður stór markmið. Nú á heldur betur að bæta í því Volkswagen verksmiðjurnar ætla að selja yfir 22 milljónir rafbíla á næstu tíu árum.

Volkswagen hefur fleiri áform á prjónunum sem lítur að framleiðslu nýrra bíla á næstu árum. Ofur áherslu verður lögð á framleiðslu umhverfisvæna bíla. Hug­bún­að­ur­inn sem Volkswagen Group setti í hluta véla í dísel­bílum sem það fram­leiddi á árunum 2008 til 2015, og svindl­aði á útblást­urs­próf­un­um skaðaði orðspor fyrirtækisins. Nú á að horfa til framtíðar með umhverfið í öndvegi.