Volvo verður meiri Volvo

Í ræðu sem Stefan Jacoby, hinn nýi forstjóri Volvo hélt á opnunarhátíð fyrir blaðamenn og bílamenn á bílasýningunni í Los Angeles boðaði hann aukna áherslu á þá sérstöðu sem Volvo hafði á árum áður sem sænskur bíll, sterkari og öruggari en flestir aðrir bílar. „Volvo á að verða enn meiri Volvo,“ sagði Jacoby. Hann boðaði einnig herta sókn inn á bandaríska bílamarkaðinn.

 Stefan Jacoby var hins vegar fáorður um hvað þessar Volvo áherslur væru og hvernig þeirri myndi sjá stað í bílum næstu framtíðar. Hann viðurkenndi að Volvobílar seldust ekki sem skyldi í Ameríku en frá botninum væri aðeins ein leið – upp á við. Á síðasta ári hefðu einungis 61 þúsund Volvobílar selst í Bandaríkjunum en fyrir um áratug þótti það nánast óhugsani að færri en 100 þúsund bílar seldust árlega þar.