Volvo XC40 bíll ársins í Evrópu

Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þetta er mikil viðurkenning fyrir framleiðenda bílsins en þetta er jafnframt í í fyrsta skipti sem Volvo áskotnast þessa viðurkenningu. Það voru 60 bílablaðamenn frá 23 Evrópulöndum sem komu að þessu kjöri sem hefur farið fram frá árinu 1994.

Volvo XC40 fékk yfirburðarkosningu og hlaut alls 325 atkvæði. Sá bíll sem lenti í öðru sæti í kosningunni var Seat Ibiza með alls 242 atkvæði og í þriðja sæti hafnaði BMW 5-serie með 226 atkvæði. Kia Stinger, Citroën C3 Aircross, Audi A8 og Alfa Romeo komu næstu sætum. Þess má geta að 37 bílar voru tilnefndir í forvali sem fram fór sl. haust.

,,Þessi viðurkenning er fullkominn tímasetning á allri okkar bílaframleiðslu. XC40 mun veita okkur mikinn stuðning í frekari vöxt okkar á bílamarkaðnum,“ sagði Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo Cars eftir að val á bíl ársins hafði verið kunngjört.

Volvo er eins og kunnugt er í eigu Zhejiang Geely Holding í Kína sem keypti það frá Ford árið 2010.