Vondur, verri, verstur

http://www.fib.is/myndir/Verstir.jpg
Chevrolet Matiz, Dacia Logan og Kia Picanto. Þeir verstu að mati sænska bílablaðamannsins Robert Collin.

Sænskur bílablaðamaður, Robert Collin að nafni hefur reynsluekið og borið saman þrjá ódýrustu bílana sem fást í Svíþjóð. Hann telur alla bílana vonda en sá skásti sé Chevrolet Matiz. Hann nái því næstum að uppfylla lágmarkskröfur sem gera verði til bíla.

Allir þrír bílarnir eru skilgreindir í Svíþjóð sem umhverfismildir. Það þýðir að kaupendur frá klapp á öxlina og tíu þúsund sænskra króna skattaafslátt við kaupin. Robert Collin segir það mjög vafasaman gjörning því að bílarnir séu svo lélegir að fjölgi þeim í umferðinni, fjölgi einnig alvarlega slösuðum og látnum. En þessir bílar séu lýsandi dæmi um það að það sé ekki hægt að stytta sér leið til hins fullkomna bíls. Gæði bíla kosti nefnilega sitt.

Collin lýsir þessum samanburði svo: -Dacia Logan kemur  á markað í Svíþjóð á nýbyrjuðu ári. Ég ók Dacia Logan í fáeina daga og undraðist hverjum gat dottið það í hug að flytja inn og selja svona skítadruslu í Svíþjóð?

Síðan settist ég inn í Kia Picanto og ekki skánaði það, hann er ennþá verri.

Skástur reyndist Chevrolet Matiz. Hann nálgast það að skríða yfir neðstu velsæmismörk en varla þó.

Lesa má umfjöllunina hér.