VW ógnar Mitsubishi í Dakar rallinu

The image “http://www.fib.is/myndir/Despres.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Cyril Despres á fullri ferð í gær.
Keppnislið Mitsubishi í Dakar rallinu hefur ekki lengur á ótvíræðu yfirburði sem það hefur haft um langt árabil. Volkswagen hefur það sem af er keppninni komið með afar sterkt lið til leiks þannig að það sem af er keppninni hefur barátta milli liðanna verið mjög hörð og tiltlulega jöfn.
Carlos Sainz á VW sem nú keppir í fyrsta sinn í Dakar rallinu hefur enn einu sinni sannað hvílíkur yfirburðaökumaður hann er, en Sainz var áður heimsmeistari í hefðbundnu ralli. Toppbaráttan er enn sem komið er að minnsta kosti, milli hans og Stephane Peterhansel hjá Mitsubishi. PeterHansel er margfaldur sigurvegari í Dakar rallinu áður, bæði á mótorhjólum og í tvígang á Mitsubishi bílum.
Þegar þetta er ritað er keppni um það bil að ljúka í sjöunda áfanga Dakar rallsins milli Zouerat og Atar í Máritaníu og þá var Peterhansel með besta tíma á sérleiðinni af þeim sem lokið höfðu henni. Áfanginn í dag er sagður með þeim erfiðari í keppninni. Í honum skiptast á sandöldur eða þá stórgrýttir, holóttir og krókóttir slóðar og eritt fyrir aðstoðarökumennina að gera staðarákvarðanir og stinga út réttu leiðina.
Nokkuð er farið að grisjast í keppendahópnum því að 205 bílar og trukkar hófu keppni snemma í morgun af 243 sem hófu keppni á gamlaársdag sl.
Eftir sjötta áfanga var staða keppenda eftirfarandi:
Bílar
1.  305  DE VILLIERS (AFR)/THORNER (SVÍÞ) VOLKSWAGEN 16:33:58
2. 307 SAINZ (SP)/SCHULZ (ÞÝS) VOLKSWAGEN 16:34:20
3. 303 KLEINSCHMIDT (ÞÝS)/PONS (ÍTAL) VOLKSWAGEN 16:34:32
4. 314 SCHLESSER (FRA)/BORSOTTO (FRA) SCHLES-FORD-RAID 16:35:00
5. 302 ALPHAND (FRA)/PICARD (FRA) MITSUBISHI 6:36:00
6. 301 SABY (FRA)/PERIN (FRA) VOLKSWAGEN 16:37:55
7. 309 MILLER (USA)/VON ZITZEWITZ (ÞÝS) VOLKSWAGEN 16:41:12
8. 315 MAGNALDI (FRA)/DEBRON (FRA)     SCHLES-FORD-RAID 16:42:08
9. 300 PETERHANSEL (FRA)/COTTRET (FRA) MITSUBISHI 16:43:35
10. 304 ROMA (SP)/MAGNE (FRA) MITSUBISHI 16:45:24

Mótorhjól
1.  002  COMA (SP)  KTM  18:15:45
2. 001 DESPRES (FRA) KTM 18:19:28
3. 003 ESTEVE PUJOL (SP) KTM 18:20:10
4. 004 DE GAVARDO (CHI) KTM 18:21:42
5. 010 CALDECOTT (ÁSTR)     KTM     18:43:28
6. 012 FRETIGNE (FRA) YAMAHA 18:50:13
7. 006 SALA (ÍTA) KTM 18:53:35
8. 005 ULLEVALSETER (NOR) KTM 18:57:53
9. 060 KATRINAK (SLÓVAK) KTM 19:13:05
10. 008 CASTEU (FRA)     KTM     9:13:56

Trukkar
1.  508  CHAGIN (RÚS)/YAKUBOV (RÚS)/SAVOSTIN (RÚS)     KAMAZ 19:57:20
2. 500 KABIROV (RÚS)/BELYAEV (RÚS)/MOKEEV (RÚS) KAMAZ 21:57:20
3. 509 LOPRAIS (TÉKK)/GILAR (TÉKK)/LOPRAIS (TÉKK) TATRA 22:05:03
4. 524 STACEY (HOL)/GOTLIB (BEL)/DER KINDEREN (HOL) MAN 22:08:46
5. 513 DE AZEVEDO (PÓL)/MARTINEC (TÉKK)/JUSTO (PÓL) TATRA 23:42:26
6. 530 ECHTER (ÞÝS)/GOBEL (ÞÝS)/VAN DOOREN (HOL) MAN 23:50:19
7. 528 SADLAUER (AUST)/MAIER (AUST)/MAYER (AUST) MAN 24:24:24
8. 501 SUGAWARA (JAP)/HAMURA (JAP) HINO 24:38:12
9. 519 VILA ROCA (SP)/TORRALLARDONA (SP)/ASURMENDI ESP) IVECO 24:41:23
10. 503 VISMARA (ITA)/CAMBIAGHI (ITA) MERCEDES 24:52:19