VW rúgbrauðið ennþá byggt í Brasilíu

http://www.fib.is/myndir/VW%20Kombi%20T2.jpg

Önnur kynslóð Volkswagen rúgbrauðsins, svonefnd T2 gerð er einn langlífasti bíll bílasögunnar. T2 leysti fyrsta rúgbrauðið T1 af hólmi árið 1962. T2 var framleiddur í Þýskalandi til ársins 1979.

Þótt framleiðslan hætti í Þýskalandi hélt hún áfram í S. Ameríku og enn er þessi vinsæli bíll framleiddur í Brasilíu og eftirspurnin er enn slík að ekkert bendir tl þess að hún hætti í bráð. Eina veigamikla breytingin sem gerð hefur verið á bílnum er sú að í stað loftkældu 1,6 og 1,7 l boxermótoranna aftur í skottinu er nú komin 1,4 l vatnskæld vél. Þá er vatnskassi kominn framan á bílinn til að vélin fái nauðsynlega kælingu.