VW veðjar á hreinleikann

Á blaðamannafundi Volkswagen samsteypunnar á bílasýningunni í Genf sagði forstjórinn, Martin Winterkorn að umhverfisleg endurskipulagning samsteypunnar gengi samkvæmt áætlun. Markmið hennar væri að gera VW að umhverfismildasta bílaframleiðanda heims fyrir 2018.

Með áætluninni stefnir Volkswagen-samsteypan að hámarksnýtingu á orku og að sögn forstjórans er VW á góðri leið með að ná markmiðinu. „Við viljum að ná CO2 meðaltalslosun evrópska bílaflotans niður í 95 grömm á ekinn kílómetra fram til 2020 og erum fyrsti evrópski bílaframleiðandinn til að lýsa því yfir. Sjálfir höfum við nú þegar nálægt því að koma meðalútblæstri okkar eigin bíla niður fyrir 120 grömm á kílómetra en það markmið höfðum við áður sett okkur að ná árið 2015,“ sagði Winterkorn.

Volkswagen-samsteypan framleiðir í dag 245 ólíkar gerðir bíla sem eiga það sameiginlegt að gefa frá sér minna en 120 grömm af CO2 á ekinn kílómetra. Þar af eru 36 gerðir sem eru undir 100 grömmum á kílómetrann. Eins lítra bíllinn XL1, sem senn fer fjöldaframleiðslu XL1, eyðir 0,083 lítrum af dísilolíu  og gefur frá sér 21 gramm af CO2 á hvern ekinn kílómetra. Með þessu hefur verið settur nýr iðnaðarstaðall sagði Winterkorn.

Hann sagði að véltæknin í XL1 bílnum, sem er tengiltvíorkutækni, muni fljótlega koma fram í öðrum raðframleiðslubílum Volkswagen. Jafnframt sagði hann mikið rannsókna- og þróunarstarf vera í gangi þar sem unnið er að nýrri véla-, gírkassa- og driftækni og einnig umhverfismildari framleiðslutækni.  Fjárfestingar í þessum þáttum væru áætlaðar 50,2 milljarðar evra fram til 2015.