10% FÍB-afsláttur hjá Bílabæ í Borgarnesi

http://www.fib.is/myndir/Fibadstod-logo.jpg

Það er ekki ónýtt þegar ferðast er um landið að hafa í gegn um félagsaðildina að FÍB, aðgang að fyrsta flokks þjónustu og neyðarþjónustu ef bíllinn bilar eða ef gera þarf við dekk eða hverskonar önnur vandamál koma upp sem hefta för.

http://www.fib.is/myndir/Bilabaer1.jpgBílabær í Borgarnesi er einn af tugum þjónustuaðila FÍB um allt land. Framkvæmdastjóri og eigandi Bílabæjar er Hálfdán Þórisson og veitir hann félagsmönnum FÍB nú 10% staðgreiðsluafslátt af allri viðgerðavinnu og hjólbarðavinnu, en á vegum fyrirtækisins er um þessar mundir að hefjast full hjólbarðaþjónusta.

Auk almennrar verkstæðis- og dráttarbílaþjónustu sér Bílabær um FÍB Aðstoð í Borgarnesi. Aðstoðarbíll frá Bílabæ kemur á vettvang þegar bílar félagsmanna FÍB verða rafmagns- eða eldsneytislausir í Borgarnesi og næsta nágrenni, eða ef vantar aðstoð við að skipta um dekk. Og þegar bíllinn verður ógangfær kemur dráttarbíll frá Bílabæ og flytur bílinn á verkstæði eða þangað sem eigandi óskar.
http://www.fib.is/myndir/Bilabaer2.jpg
Þjónusta FÍB Aðstoðar er ókeypis fyrir félagsmenn FÍB. Gjaldfrjáls FÍB Aðstoð  í Borgarnesi stendur félagsmönnum til boða innan Borgarneskaupstaðar og í næsta nágrennis bæjarins. FÍB Aðstoð er svæðisbundin og hvar þjónustusvæðin eru og hversu víðfeðm má lesa um í nýrri þjónustubók FÍB sem nú er verið að ljúka dreifingu á til félagsmanna.