100% rafbíll frá Jaguar í lokaprófunum

Lokaprófanir á fyrsta 100% rafbíl Jaguar, hinum glæsilega I-PACE sportjeppa sem kemur á markað á næsta ári, hafa farið fram að undanförnu á hraðbrautunum í nágrenni Los Angeles í Bandaríkjunum.

Á þróunartíma bílsins hefur Jaguar smíðað meira en tvö hundruð frumgerðir af bílnum og ekið þeim rúmlega 2,4 milljónir kílómetra í ellefu þúsund klukkustundir.

Eitt ár er síðan Jaguar kynnti hugmynd sína að I-PACE, fyrsta rafbíl framleiðandans á bílasýningunni í Los Angeles og nú er hann mættur þangað aftur, fáeinum mánuðum áður en hann fer í almenna sölu.

Þúsundir áhugasamra og hugsanlegra viðskiptavina hafa nú þegar lýst áhuga sínum á I-PACE á vefsíðu Jaguar.

Þess má geta að gert er ráð fyrir að til BL komi fyrstu bílarnir síðla næsta sumars 2018.