15 nýir bílar í árekstrarprófun Euro NCAP

Euro NCAP stofnunin birtir í dag árekstrarprófanaskýrslur yfir 15 bíla. Bílarnir eru Dacia Lodgy, Fiat 500L, Ford Fiesta, Ford Kuga, Hyundai Santa Fe, Mercedes Benz A, Mitsubishi Outlander, Opel Mokka,Seat Leon, Skoda Rapid, Seat Toledo (sami bíll og Skoda Rapid), Subaru Forester, Range Rover, Volvo V60 Plug-in Hybrid og Volkswagen Golf VII. Allir bílarnir hlutu fimm stjörnur að einum undanskildum; Dacia Lodgy sem hlaut þrjár stjörnur.

Dr. Michiel van Ratingen forstjóri Euro NCAP segir að árangurinn hjá hinum rúmenska Dacia Lodgy valdi vonbrigðum. Hann lýsi metnaðarleysi framleiðandans að skila frá sér bíl sem ekki verndar þá sem í honum eru betur en þetta. Þetta metnaðarleysi lýsi sér ekki hvað síst í því að fyrir réttri viku fór annar Dacia bíll; Sandero í gegnum árekstrarpróf hjá Latin NCAP og hlaut einungis eina stjörnu. „Dacia Lodgy er vissulega ódýr bíll og kaupendur hans eru tilbúnir að verða af ýmsum kostum dýrari bíla eins og aksturseiginleikum, vélarafli og þægindum. Hins vegar trúum við því ekki að þeir séu tilbúnir að gefa öryggi sitt eftir. Öryggi fólksins í bílnum á að vera í algerum forgangi og óháð því hvað bíllinn kostar kaupandann,“ sagði van Ratingen.

http://www.fib.is/myndir/Dacia-Lodgy.jpg
http://www.fib.is/myndir/Fiat-500L.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ford-Fiesta.jpg
http://www.fib.is/myndir/Ford-Kuga.jpg
http://www.fib.is/myndir/Hyundai-SantaFe.jpg
http://www.fib.is/myndir/MercedesBenz-A-class.jpg
http://www.fib.is/myndir/Mitsubishi-Outlander.jpg
http://www.fib.is/myndir/Opel-Mokka.jpg
http://www.fib.is/myndir/Seat-Leon.jpg
http://www.fib.is/myndir/Skoda-Rapid.jpg
http://www.fib.is/myndir/Subaru-Forester.jpg
http://www.fib.is/myndir/RangeRover.jpg
http://www.fib.is/myndir/Volvo-V60-Plug-in-hybrid.jpg
http://www.fib.is/myndir/VW-Golf-VII.jpg