180 ökumenn endurkrafðir 2008

http://www.fib.is/myndir/Klessuverk.jpg


Á árinu 2008 var 204 nýjum tryggingamálum vegna tjóns í umferðarslysum og umferðaróhöppum vísað til endurkröfunefndar í tryggingamálum. Það er óvenju mikið því að á árunum 2004-2008 var málafjöldinn 125 að meðaltali.

Af þessum 204 málum voru endurkröfur tryggingafélaganna samþykktar að hluta eða að öllu leyti í 180 tilfella. Hæsta endurkrafan var upp á 4,5 milljónir króna en sú næst hæsta 3,9 milljónir kr.

Ástæður endurkröfu er oftast þær að tjónvaldur var í vímu af völdum neyslu áfengis eða lyfja. Af öðrum ástæðum má nefna akstur án réttinda en stundum blandaðist þetta hvorttveggja saman. Tveir ökumenn voru endurkrafðir fyrir að hafa valdið tjóni af ásetningi og átta vegna ofsa- og glæfraaksturs. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu endurkröfunefndar.