20% léttara stál í bíla kemur 2007

Tvö af stærstu stálframleiðslufyrirtækjum Evrópu; Thyssen-Krupp í  Duisburg í Þýskalandi og Arcelor í Luxembourg hafa stofnað sérstakt félag um að þróa nýja gerð af stáli fyrir bílaiðnaðiinn. Markmiðið er að þróa stál sem er í það minnsta 20% léttara en jafnsterkt og það sem nú er notað. Þetta nýja stál á að nota í bæði í burðarvirki og í ytri klæðningu.
Talsmenn stálfyrirtækjanna tveggja segja í samtölum við þýsk bílablöð að galdurinn við létta stálið sé m.a. fóginn í því að blanda í það mangani. Gert sé ráð fyrir því að farið verði að smíða bíla úr nýja stálinu árið 2007. Bílaframleiðslufyrirtækin eru mjög áhugasöm um málið því að  miklu skiptir að draga úr þyngd bíla til að þeir verði sparneytnari á eldsneyti.