2014 metár hjá Jeep

Það kann að þykja ekkert sérstakt þótt bíltegund nái að seljast í milljón eintökum á einu ári í heiminum þegar stærstu bílaframleiðslusamsteypunni, Volkswagen, vantaði aðeins 80 þúsund bíla upp á að afhenda kaupendum 10 milljón bíla á síðasta ári. Og þó!

Hið fornfræga vörumerki Jeep hefur komið nokkuð víða við frá því á stríðsárunum. Þá var það undir handarjaðri bandaríska bílaframleiðandans Willy´s Overland. Bílaframleiðandinn Kaiser keypti Jeep árið 1953 og AMC (American Motors Corp) eignaðist Jeep árið 1970 og Chrysler um 1980. Frá 2014 hefur svo Chrysler og þar með Jeep, verið í eigu Fiat og öll Fiat-Chrysler samsteypan verið frá þeim tíma undir stjórn snillingsins Sergio Marchionne. Sambúðin við Fiat hefur reynst Jeep mjög vel, nýjar gerði hafa komið fram sem aldrei fyrr og og Jeep hefur náð svo miklu flugi að auka söluna um hvorki meira né minna en 39 prósent frá 2013 og komast yfir milljón bíla sölumarkið 2014.

39 prósenta söluaukning á heimsvísu er auðvitað einstakt en á heimamarkaðinum, Bandaríkjunum varð hún enn meiri eða 42 prósent og 49 prósent í Kína. Í Evrópu varð hún 40 prósent. Það voru nýju gerðirnar af Cherokee og Grand Cherokee sem þyngst vógu í þessari makalausu velgengni á nánast öllum helstu markaðssvæðunum, en samkvæmt fréttum frá Chrysler efldist hlutur allra Jeep-gerða. Í þeim segir ennfremur að ekki sé búist við að aukningin og vöxturinn haldi áfram á þessu ári með sama hraða og 2014 sé reiknað með áframhaldandi velgengni, ekki síst í bæði Kína og S. Ameríku en nýjar verksmiðjur hafi nú verið gangsettar í Kína og Brasilíu. Þá sé ný kynslóð Jeep Renegade væntanleg á þessu ári sem talsverðar vonir séu bundnar við.

Sala einstakra Jeep-gerða 2014:

Grand Cherokee

279.567

Cherokee

236.289

Wrangler

234.579

Compass

134.629

Patriot

122.387