30 milljónasti VW Golfinn

Sá sögulegi atburður gerðist 13. júní sl. í Wolfsburg, meginheimkynni Volkswagen, að 30 milljónasti VW Golf bíllinn rann af færibandinu. VW Golf er sá evrópski bíll sem vinsælastur hefur orðið nokkru sinni. Framleiðslan hófst í Wolfsburg vorið 1974 þegar Golfinn var að taka þann sess sem gamla Bjallan hafði haft. Með vaxandi vinsældum fluttist framleiðsla á Golf til stöðugt fleiri verksmiðja um allan heim. Það þykir því skemmtileg tilviljun að 30. milljónasti Golfinn komi einmitt úr Wolfsburg verksmiðjunni.

30 milljónasti Golfinn er af undirgerðinni TDI BlueMotion. Vél og gírkassi er af nýjustu og sparneytnustu gerð. Uppgefin eyðsla bílsins í blönduðum akstri er 3,2 l/100 km. Bíllinn mun því vera sparneytnasti Golfinn nokkru sinni.

Dr. Martin Winterkorn stjórnarformaður Volkswagen stiklaði á stóru yfir sögu VW Golf þegar bíllinn var útnefndur heimsbíll ársins 2013. Þá sagði hann stærstu áfangana í tæknilegu tilliti vera í fyrsta lagi framhjóladrifið, sem ekki var algengt í fólksbílum vorið 1974. Næsta stóra framfaraskrefið hafi svo verið TDI dísilvélin sem kom fyrst fram í þriðju kynslóð Golf og loks ESC stöðugleikakerfin og tveggja kúplinga DSG gírkassarnir. Fortschritts. Mit Technologien wie dem sicheren Frontantrieb des ersten Golf, dem Debüt des TDI im dritten Golf, dem ESP und Doppelkupplungsgetriebe des vierten Golf oder der serienmäßigen Multikollisionsbremse der neuen Generation hat dieses Auto immer auch den Fortschritt demokratisiert. Ein Optimum an Sicherheit, Komfort und Fahrspaß sind dank des Golf keine Frage des Geldes mehr. Und damit macht unser Bestseller dem Namen Volkswagen alle Ehre.“ Das Jubiläumsfahrzeug wird den Mitarbeiterinnen und Mitarbeitern des Werkes Wolfsburg am kommenden Samstag offiziell am „Tag der offenen Tür“ präsentiert.

Stutt lýsing á hverri af kynslóðum VW Golf

Golf I (1974 til 1983): „Golf ævintýrið byrjaði með byltingu árið 1974,“ segir Klaus Bischoff, yfirhönnuður Volkswagen. Hann segir að skrefið frá Bjöllunni yfir í Golf hafi verið bylting. Í stað loftkældrar vélarinnar í skottinu kom vatnskæld vél fram í og framhjóladrif og flestallir aðrir framleiðendur fóru að fordæmi VW og hófu að framleiða framhjóladrifna bíla. Útlitshönnunin var líka bylting því í stað mjúkra, ávalra lína Bjöllunnar birtust nú beinni línur og hvassari horn. Það hafi verið að þakka hinum goðsagnakennda hönnuði Giorgio Giugiaro.

Golf II (1983 til 1991): Þetta var kynslóð hraðrar tækniþróunar. Í Golf II kom stýrði hvarfinn fyrst fram 1984. ABS hemlar komu árið 1986 og fjórhjóladrifið sömuleiðis.

Golf III (1991 til 1997): Aukin áhersla var lögð á öryggið en áður í þriðju kynslóðinni. Loftpúðar koma framan við framsætin frá 1992 og mikil áhersla lögð á krumpusvæði að framan og aftan í hönnun og framleiðslu og stöðugt unnið að endurbótum á því sviði. TDI-dísilvélin kemur fram árið 1993.

Golf IV (1997 til 2003): Með nýjum hönnunarstjóra, Hartmut Warkuß, kemur umtalsverð breyting á útliti. Áfram unnið að því að gera bílana öruggari. ESC kemur fram sem valbúnaður 1998 og tveggja kúplinga DSB gírkassinn 2002.

Golf V (2003 til 2008): Með fimmtu kynslóðinni verður Golf leiðandi  bíll í þessum stærðarflokki fyrir þægindi, styrk, gæði og öryggi. Jafnast að þessu leyti á við dýrari bíla í efri milliflokki. Burðarvirki bílsins er soðið saman með leysigeislum og af þeim sökum 35% stífara en áður. Það skilar sér í betri aksturseiginleikum. Fyrsti Golf Blue¬Motion (4,5 l/100 km) kemur fram 2007.

Golf VI (2008 til 2012): Frekari þróun lasersuðutækninnar leiðir til enn sterkara burðarvirkis sem skilar bílnum fimmtu stjörnunni í árekstrarprófi EuroNCAP. Fyrstu TSI hátækni-bensínvélarnar koma fram og eru mjög öflugar og jafnframt eldsneytisnýtnar þótt litlar séu. Nýjar TDI túrbínudísilvélar með samrásarinnsprautun, mjög sparneytnar, koma einnig fram. Eyðsla þeirra gat farið niður í aðeins 3,8 l/100 km.

Golf VII (frá 2012): Þyngdin hefur lækkað um 100 kíló og vægi þyngdarinnar í hlutfalli þyngdar og afls lækkar um 23%. 30 milljónastu Golfinn kemur frá verksmiðju. Það er TDI gerð sem eyðir 3,2 l á hundraðið.